*

Tölvur & tækni 16. október 2012

Örlítill hluti app-a notaður ári eftir uppsetningu

Hópsstjóri hjá TM Software segir mikilvægara að tryggja að vefsvæði séu notendavæn í öllum tækjum áður en ráðist er í smíði apps.

Aðeins 4% notenda smáforrita (appa) í snjallsímum halda áfram notkun þeirra ári eftir að þau eru sett upp. Soffía K. Þórðardóttir, hópstjóri hjá TM Software, segir þetta endursepgla að mörg smáforrti leysi ekki nægilega aðkallandi verkefni. 

Soffía verður með erindi um snjallsímabyltinguna og þróun smáforrita á ráðstefnu TM Software um veflausnir næsta fimmtudag.  

Haft er eftir Soffíu í tilkynningu þar sem fjallað er um ráðstefnuna að í ljósi þess hversu lítið hlutfall smáforrita eru notuð ári eftir uppsetningu þeirra felist margvísleg tækifæri í því að nota app í markaðslegum tilgangi sem hluta af markaðsátaki eða herferð.

Hún segir skipta máli fyrir fyrirtæki að skilja hvenær hentar að vera með app og hvenær sé betra og hagkvæmara að bjóða frekar veflausn til að leysa tiltekin verkefni.

„Svarið mitt er að fyrsta skrefið er að trygga að vefsvæðið sé notendavænt í öllum tækjum. Við ráðleggjum að fyrst séu kostir skalanlegra vefsíðna skoðaðir. Síðar eða jafnhliða er hægt að huga að því hvort æskilegt sé að bjóða app og hvaða verkefni henta vel fyrir snjallsímaforrit. Þannig er hægt að bæta upplifun notanda enn frekar,“ segir Soffía. 

Á ráðstefnu TM Software um veflausnir verður fjallað um nýjungar í veflausnum; allt frá þarfagreiningum, vefhönnun, samfélagsmiðlum, leitarvélabestun, vefverslunum, skapandi skrifum og vefmælingum.