*

Hitt og þetta 27. júlí 2005

Orðrómur um yfirtöku hækkar bréf Newcastle

Hlutabréf enska úrvaldsdeildarliðsins Newcastle United hækkuðu um 18 % á mánudag vegna orðróms um að boðið hefði verið í 28,5% hlut eignarhaldsfélags Sir John Hall, fyrrum stjórnarformanns, í félaginu. Hækkunin hélt áfram í gær en þá hækkuðu bréf í félaginu um 16% til viðbótar. Frá opnun markaðarins á mánudag hafa bréf félagsins hækkað úr 65 milljónum punda í 88,8 milljónir punda.

Breskir fjölmiðlar höfðu greint frá því að ónefndur breskur athafnamaður hafi sýnt áhuga á félaginu auk fyrirtækjasamstæða frá Malasíu. Þá var sagt frá því að athafnamaðurinn hefði áhuga á að sjá Kevin Keagan sem knattspyrnustjóra að nýju en samstæðan frá Malasíu sæi fyrir sér spilavíti og afþreyingarmiðstöð á St. James park.

Hall staðfesti eftir lokun kauphallarinnar á mánudag að hann hefði fengið tilboð frá ónefndum aðilum, sem gæti leitt til sölu félagsins. Þrátt fyrir að hann hafi ekki verið búinn að staðfesta sögusagnir fjölmiðla, hækkuðu bréf félagsins frá og höfðu náð fjögurra ára hámarki.

Núna eru aðeins þrjár vikur til næstu leiktíðar ensku úrvaldsdeildarinnar og spennandi að sjá hvort einhverjar breytingar verða áður en tímabilið hefst. Sá sem kaupir hlut Halls þarf hinsvegar að hafa í huga að núverandi stjórnarformaður, Freddy Shepherd, á 27 prósent hlut í félaginu og hefur því mikið að segja um breytingar á St. James. Yfirtökuskylda myndast þegar hlutafar hafa náð 29,9 prósent hlut í félaginu.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is