*

Menning & listir 25. febrúar 2019

Óskarsstyttan aðeins 1 dollara virði

Reglur Bandarísku kvikmyndaakademíunnar koma í veg fyrir að hægt sé að selja Óskarsverðlaunastyttu á fúlgur fjár.

Óskarsverðlaunahátíðin fór fram í nótt, en líkt og áður var mikið um dýrðir á hátíðinni, þar sem greint var frá því hvaða aðilar hrepptu gullstyttuna eftirsóttu.

Eflaust halda flestir að gullstytturnar, sem verðlaunahafar hreppa, séu mikils virði. En samkvæmt CNBC er svo ekki, en miðillinn heldur því fram að stytturnar séu aðeins virði eins dollara, sem nemur 120 íslenskum krónum.

Ástæðan fyrir þessu er sú að Bandaríska kvikmyndaakademían (The Academy of Motion Picture Arts and Sciences), sem veita verðlaunin og eru meðal skipuleggja hátíðarinnar, eru með strangar reglur varðandi stytturnar. Reglurnar fela það í sér að ef verðlaunahafi vill selja styttu sína þá hafi akademían forkaupsrétt á styttunni fyrir áðurnefnda upphæð, sem sagt einn dollara. Því er ansi ólíklegt að verðlaunahafar geti grætt á tá og fingri með því að selja styttuna.

Helstu Óskarsverðlaunahafar næturinnar voru eftirfarandi:

  • Besta kvikmyndin: Green Book
  • Besti leikstjórinn: Alfonso Cuaron (Roma)
  • Besta leikkonan: Olivia Colman (The Favorite)
  • Besti leikari: Rami Malek (Bohemian Rhapsody)
  • Besta leikkona í aukahlutverki: Regina King (If Beale Could Talk)
  • Besti leikari í aukahlutverki: Mahershala Ali (Grenn Book)    
Stikkorð: Óskarsverðlaun