*

Menning & listir 3. mars 2018

Óskarsverðlaunin 2017

Hin árlega Óskarsverðlaunahátíð fer fram á sunnudaginn. Í Viðskiptablaðinu var rýnt í tilnefningar í stóru flokkunum fimm.

Óskarsverðlaunin verða afhent í 90. skiptið við hátíðlega athöfn í Dolbyleikhúsinu í Los Angeles á sunnudaginn. Bein útsending á RÚV mun hefjast um miðnætti að íslenskum tíma. Kynnir verðlaunanna í ár er spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel, en hann var líka kynnir á síðasta ári og þótti standa sig vel. Það má því ætla að kvikmyndaáhugamenn eigi skemmtilegt kvöld í vændum á sunnudag. Níu myndir eru tilnefndar sem besta myndin í ár en í heildina eru 59 myndir tilnefndar í 24 flokkum. Átta leikarar eru að fá sína fyrstu tilnefningu til Óskarsverðlauna, þrír karlar og fimm konur. Af þeim tuttugu leikurum, sem tilnefndir eru, hafa sex áður unnið til Óskarsverðlauna. Hér verður litið yfir helstu verðlaunaflokkana og skoðað hvernig þeim tilnefndu hefur vegnað áður á þessari verðlaunahátíð.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is