*

Sport & peningar 13. janúar 2020

Össur hjálpar Harry Kane

Harry Kane nýtur aðstoðar íslenska stoðtækja- og stuðningsvöruframleiðandans við að komast aftur inn á knattspyrnuvöllinn.

Harry Kane, framherji enska landsliðsins og Tottenham Hotspur, mun verða frá keppni fram í apríl vegna meiðsla sem aftan í læri sem hlaut í fyrsta leik ársins gegn Southampton. 

Kane þurfti að fara í aðgerð vegna meiðslanna en í mynd sem framherjinn birti á Twitter síðu sinni á laugardag má sjá að hann notast við spelku frá Össuri til að hjálpa til við endurhæfingu. 

Össur er eitt stærsta fyrirtæki heims á sviða stoðtækjavara en á þriðja ársfjórðungi stóðu tekjur af þeim undir um 57% af heildartekjum fyrirtækisins. Spelkur og stuðningsvörur eru hins vegar um 43% af tekjum fyrirtækisins.