*

Matur og vín 19. september 2013

Ostborgara eða pizzu? Hvað með bæði í einum rétti?

Pizza hut kynnir dásamlega nýjung sem er pizza með ostborgurum. Er það ekki gaman?

Þau sem geta ekki ákveðið sig hvort þau eigi að fá sér pizzu eða ostborgara þá má alltaf prófa dýrindis nýjung sem heitir ostborgarapizzan.

Nú þegar mikið er rætt um matartegundir sem fólk ætti að forðast, hvernig væri þá að mæla með einni almennilegri máltíð sem ætti að seðja sárasta hungrið?

Pizza hut kynnir ostborgarapizzuna sem er 3000 kaloríur stykkið. Á pizzunni eru tíu litlir borgarar. Ofan á borgarana er stráð mozzarella, allskonar áleggi og sósu.

Því miður fæst þessi nýja vara bara í Bretlandi og Mið-Austurlöndum en sagan segir að von sé á himnasendingunni til Bandaríkjanna innan skamms.

Sjá nánar á Stuff.co.nz fyrir ykkur sem eruð svöng

Stikkorð: Gleði  • Gaman  • Huggulegt  • Pizza Hut