*

Hitt og þetta 9. ágúst 2019

Ótrúir líklegri til að brjóta lög

Ný rannsókn bendir til þess að stjórnendur sem halda fram hjá séu líklegri en aðrir til þess að komast í kast við lögin.

Ný rannsókn bendir til þess að stjórnendur sem halda fram hjá séu líklegri en aðrir til þess að komast í kast við lögin. 

Rannsóknin var gerð af prófessorum hjá University of Texas og Emory University en sagt er frá henni á vef Bloomberg.

Rannsóknin fór þannig fram að rannsakendur renndu yfir nafnalista úr Ashley Madison lekanum en hann innhélt yfir 30 milljón notendur. Leituðu þeir að nöfnum verðbréfamiðlara, stjórnenda í fyrirtækjum, lögregluþjóna og dæmdra fjárglæpamanna. Sú leit skilaði 11 þúsund nöfnum. 

Þau nöfn voru síðan borin saman við opinber gögn frá dómstólum. Jafn stór samanburðarhópur var síðan borinn saman við þær niðurstöður. Niðurstöðurnar voru á þann veg að einstaklingar úr lekanum voru líklegri til að hafa komist í kast við lögin. 

Verðbréfamiðlarar á Ashley Madison listanum voru til að mynda tvöfalt líklegri en aðrir miðlarar til að hafa verið flaggaðir hjá eftirlitsstofnunum ytra. 

Stikkorð: Madison  • Ashley