*

Hitt og þetta 4. desember 2013

Litríkar myndir þar sem sólarljósið er í aðalhlutverki

Í ljósmyndasamkeppni The Guardian var sólarljósið meginþemað og myndirnar sem komust í úrslit eru magnaðar.

Í ljósmyndun skiptir ljósið höfuðmáli en í ljósmyndasamkeppni á vegum The Guardian, sem fór fram í nóvember, var sólarljósið meginþemað.

Myndirnar sem komust í úrslit þykja mjög fallegar og glæsilegar. Sú sem vann er eftir Super Jolly og er tekin ofan í Jellyfish Lake sem tilheyrir Palaueyjum í Kyrrahafinu. Ljósmyndin sem lenti í öðru sæti er eftir Dale Morris og er af týrusporðdreka í Namib-eyðimörkinni sem er hluti af Namibíu, Angólu og Suður-Afríku. 

Hér má sjá allar myndirnar sem komust í úrslit keppninnar.