*

Hitt og þetta 11. nóvember 2013

Ótrúlegar eftirlitsmyndavélar í Kína

Á eitt umferðarljós í Kína voru settar yfir sextíu eftirlitsmyndavélar. Myndavélarnar vöktu athygli fjölmiðla og voru teknar niður.

Yfir sextíu eftirlitsmyndavélar ofan á umferðarljósi náðust á mynd á gatnamótum í Sjanghæ. 

Fram kom í fjölmiðlum í Sjanghæ að upphaflega hafi 24 myndavélar verið á umferðarljósinu en 36 myndavélum var síðan bætt við. Fyrirtækið sem sá um að setja upp myndavélarnar sagði að tilgangur þeirra hafi verið að fylgjast með umferð. Sú útskýring þótti ekkert sérstaklega trúverðug.

Það sem þótti kannski markverðast við umferðarljósið hlaðið myndavélunum var að engin tilraun var gerð til að fela myndavélarnar heldur voru þær þarna fyrir allra augum.

Nýjustu tölur af gatnamótunum í Sjanghæ eru þó þær að búið er að taka niður myndavélarnar því þær þóttu vekja of mikla athygli fjölmiðla. Gizmodo segir nánar frá málinu hér. 

Stikkorð: Kína  • Kína  • Njósnir  • Svik og prettir