*

Hitt og þetta 20. nóvember 2013

Ótrúlegar myndir í ljósmyndasamkeppni National Geographic

Mynd úr Þórsmörk á sumarsólstöðum keppir til úrslita í ljósmyndasamkeppni National Geographic.

Fallegar náttúrulífsmyndir keppa til úrslita í ljósmyndasamkeppni tímaritsins National Geographic. The Telegraph birtir myndirnar en á meðal þeirra er mynd úr Þórsmörk tekin á sumarsólstöðum. 

Önnur myndefni eru til dæmis uglur sem hafa tekið yfir hreiður spætu en slíkir fuglar bora sig gjarnan í gegnum tré og útbúa hreiður sín þannig. Síðan var það gæsaflokkurinn sem fær að rölta um hrísgrjónaakurinn í Indónesíu en gæsirnar borða skordýr og aðrar pestir sem herja á akrana.

Allar myndirnar má sjá hér á The Telegraph