*

Hitt og þetta 1. ágúst 2013

Ótrúlegur markaður í Tælandi

Mannmergð er ekki það eina sem sölumenn lítils markaðar fyrir utan Bangkok þurfa að hafa áhyggjur af.

Á litlum markaði fyrir utan Bangkok í Tælandi fæst allt sem hugurinn girnist. Básar standa í röð þar sem fersk matvara eins og grænmeti, kjöt og fiskur er til sölu í körfum og hillum undir sólskýlum eftir löngum stíg.

En það er bara eitt vandamál. Á klukkutíma fresti þarf að rífa skýlin frá, færa matarkörfurnar og hlaupa í skjól en þá kemur lest æðandi eftir stígnum. Á klukkutíma fresti. Allan daginn. 

Hér má sjá gif-mynd af herlegheitunum. 

 

 

 

 

Stikkorð: Lest  • Tæland  • Rugl  • Örvænting