*

Ferðalög 10. október 2013

Svakalegir flugvellir

Flugvellir geta verið jafn ólíkir og þeir eru margir. Skoðum nokkra flugvelli sem slá öll met.

Vefsíðan News 24 hefur tekið saman lista yfir flugvelli sem skera sig varðandi stærð og staðsetningu. Skoðum nokkra þeirra. 

Eins og til dæmis King Fahd alþjóðaflugvöllurinn í Sádi-Arabíu. Hann er stærstur í heimi og þekur yfir 780 ferkílómetra sem er svipuð stærð og New York fylki eða nágrannaríkið Bahrain. Og já, það er sérflugvallarbygging fyrir konungsfjölskylduna. Moskan á flugvellinum rúmar síðan 2000 manns.

Hér kemur einn gasalegur flugvöllur: Paro flugvöllurinn í smáríkinu Bhutan í Himalajafjöllum. Hann þykir hættulegasti flugvöllur í heimi. Flugvöllurinn er svo hættulegur að aðeins átta flugmenn hafa leyfi til að lenda á honum. Þeir verða að stýra flugvélinni greiðlega á milli 4000 metra háa tinda og vinna með alveg einstaklega sterkum sviptivindum.

Á eyjunni Saba er stysta flugbraut í heimi. Eyjan er hluti af hollensku Antillaeyjum. Flugbrautin heitir The Juancho E. Yrausquin og er aðeins 396 metrar að lengd.

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: Flugvellir  • Hættulegt
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is