
Hamborgarar gerðir úr sojabaunum frá sænska matvælaframleiðandanum Food for progress teljast ekki vegan þar sem hann getur innihaldið snefil af mjólk sem ekki er merkt á umbúðum samkvæmt tilkynningu frá Matvælastofnun.
Oumph vörur Food for progress hafa verið meðal vinsælustu kjötlíkisvara á Íslandi en þær eru seldar í verslunum Krónunnar, Hagkaups, Nettó, Fjarðarkaupa, Super1 og í Melabúðinni.
Í tilkynningu Matvælastofnunnar kemur fram að einungis sé um eina framleiðslu af borgurunum að ræða en þeir eru með best fyrir dagsetninguna 21. júlí 2021. Þá kemur ekki fram í tilkynningunni hvort það sama eigi við um aðrar Oumhp vörur.
Matvælastofnun fékk tilkynningu í gegnum evrópska viðvörunarkerfið RASFF, kannaði innflutning og gerði heilbrigðiseftirlitinu viðvart.
Þá segir einnig að innflutningsfyrirtækið Veganmatur ehf. hafi innkallað borgaranna í samráði við Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis