*

Tíska og hönnun 18. júní 2013

Óviðjafnanlegt heimili á Manhattan

Á besta stað á Manhattan er fimm hæða heimili sem er allsérstakt. Á einni af veröndum hússins er tjörn fyrir gullfiska.

Í voðalega fínni götu á Manhattan í New York stendur fallegt hús sem er til sölu. Það var byggt árið 1899 og er á fimm hæðum. Nýlega var húsið tekið í gegn af 19 hönnuðum og var það „Kips Bay Show House" húsið í ár. Húsið er austan megin við Central Park á 64. stræti.

Húsið er engu líkt eins og sést þegar gengið er inn á fyrstu hæðina en þar er gengið beint út í fallegan garð. Fallegur glerveggur nær tvær hæðir upp í loft og snýr út í garðinn. Lofthæð er mikil á öllum fimm hæðum hússins. Beint á móti borðstofunni er vínsmökkunarstofa. Aðalsvefnherbergið er á þriðju hæðinni en á þeirri fjórðu eru fleiri svefnherbergi. Á efstu hæðinni er verönd sem snýr út að götu og önnur út í garð. Á þeirri er lítil tjörn fyrir gullfiska. 

Húsið kostar 16 milljónir dala en nánari upplýsingar má sjá hér

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Stikkorð: New York  • Fasteignir  • Manhattan