*

Menning & listir 1. nóvember 2013

Pabbinn kominn í búðir

Bjarni Haukur hefur gefið út bók sem byggir á vinsæla einleiknum Pabbinn.

Fyrsta bók Bjarna Hauks Þórssonar, Pabbinn, kemur út í gær hjá Bókaútgáfunni Sölku en höfundur byggir hana á hinum vinsæla einleik sínum, Pabbanum, sem hefur verið á fjölunum hér og erlendis síðustu ár en leikritið hefur verið sýnt í yfir 20 löndum.

Í bókinni lýsir hann meðgöngu barnsmóður sinnar, föðurhlutverkinu og öllu sem því viðkemur. Hann segir líka frá skilnaðinum og hvernig það er að vera einstæður faðir í glundroða nútímans. Bókin er einnig komin út í Þýskalandi og hefur hlotið frábærar viðtökur.