*

Hitt og þetta 15. júlí 2013

Pakkaðu gjöfinni inn í „kjöt”

Ef doppur, renndur eða blóm eru orðin þreytandi þegar pakka skal inn gjöf, hvernig væri þá að prófa að pakka gjöfinni inn í „kjöt"?

Fyrir þau sem pakka sjaldan gjöfum inn en vilja slá í gegn í næstu skírn, fermingu eða gæludýraafmæli, hvernig væri þá að nota nýjasta pappírinn frá Gift Couture og pakka gjöfinni inn í kjötpappír? Gizmodo.com segir frá málinu á vefsíðu sinni í gær. 

Og pappírinn er vinsæll en Gift Couture hefur einnig hafið framleiðslu á ostborgarapappír sem seldist upp um leið. Tvær arkir kosta 15 dollara. Og fyrir fimm dollara í viðbót er hægt að fá örk af skurðarbretti og merkimiða.

Í greininni á Gizmodo segir að gjafapappírinn passi við allt, gangi með hvaða gjöf sem er og sýni þeim sem þú vilt gleðja að þér sé ekki sama. Og er það ekki allt sem skiptir máli?

Stikkorð: Hressleiki  • Gaman  • Gjafapappír