*

Ferðalög 25. október 2013

Pakkaðu á þremur mínútum – Myndband

Þótt ótrúlegt megi virðast þá er hægt að pakka á nokkrum mínútum ef notaðar eru aðferðirnar í myndbandinu hér.

Dave Hax sýnir hér í myndbandi hvernig má pakka á ótrúlega auðveldan hátt fyrir ferðalagið.

Með því að hafa fötin tilbúin og brotin saman í skópoka úr IKEA má halda þeim á sínum stað í ferðatöskunni. Eins sýnir hann hvernig hægt er að brjóta saman skyrtu eða pólobol á nokkrum sekúndum. Og ekki gleyma að nota plastfilmuna á brúsana sem eiga það til að leka.

Þetta myndband þurfa allir að skoða sem hafa einhvern tímann farið út fyrir póstnúmerið sitt. Stuff.co.nz segir frá málinu á vefsíðu sinni hér