*

Bílar 31. júlí 2018

Pallbíll ársins fjórða árið í röð

Nýverið var Mitsubishi L200 valinn pallbíll ársins af virta bílablaðinu Auto Express fjórða árið í röð.

Nýverið var Mitsubishi L200 valinn pallbíll ársins af virta bílablaðinu Auto Express fjórða árið í röð. Hörkutólið Mitsubishi L200 er góð blanda fólks- og pallbíls. Hann er byggður á heilli grind, er með hátt og lágt drif og kröftug yfirbyggingin og straumlínulöguð hönnun stuðla að stöðugri stýringu og mjúkum akstri á þjóðvegum landsins.

Þetta afrek hefur enginn annar pallbíll hefur leikið eftir. Haft var eftir Steve Fowler, yfirritstjóra Auto Express, að enginn keppinautanna væri jafn fjölhæfur, vel útbúinn og hagstæður og L200. Nýr L200 er með 2,4 lítra dísilvél sem skilar 181 hestafli og hámarkstogið er 430 Nm.

Bíllinn státar af mikilli dráttargetu upp á 2700 til 3100 kg og getur því dregið ýmislegt þegar þörf krefur.