*

Bílar 27. janúar 2015

Passat í lúxusflokk

Volkswagen frumsýndi nýjan Passat síðasta sumar. Viðskiptablaðið prófaði bílinn.

Fyrsta kynslóð Passat var byggð á Audi 80 og hefur bíllinn notið vinsælda alla tíð. Um 22 milljónir bíla hafa verið framleiddar frá upphafi. Í fyrra seldist bíllinn í yfir milljónum eintaka. Nýr Passat er væntanlegur til landsins í mars. Við fengum að reynsluaka bílnum á Sardiníu, næststærstu eyju Miðjarðarhafsins fyrir skömmu.

Minnir meira á CC

Það er ekki í anda þýskrar bifreiðahönnunar að bylta útliti bíla milli kynslóða. Mörgum smáatriðum, sem venjulegur bílstjóri tekur ekki eftir, hefur þó verið breytt. Bil milli hjóla aukið um 79 mm sem gaf möguleika á að stækka farþegarýmið. Bíllinn hefur lítillega verið styttur og þakboginn lækkaður. Þetta gerir hann mun sportlegri en forverann og minnir á stundum meira á Passat CC útgáfuna en eldri Passatinn. Þeim í Wolfsburg hefur tekist að létta bíllinn talsvert, eða um 85 kíló.

Útlitið

Ef nefna á eitthvað eitt sem gerir bílinn fallegri en fyrri kynslóð þá er það tvímælalaust framendinn, grillið og framljósin. Nokkuð beittar línur á húddi og hliðum gerir hann einnig sportlegri. Það er meiri lúxusbragur yfir nýja bílnum. Breytingin á afturendanum er sýnu minni og hefði mátt vera svolítið sportlegri . Okkar dómur er sá að bíllinn sé fallegur og við spáum því að hann muni vekja eftirtekt þegar hann kemur á vegi Íslands. En val á bíl ræðst hjá flestum ekki bara af útlitinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.