*

Bílar 20. apríl 2018

Pegueot frumsýndi nýjan 508

Á bílasýningunni í Genf frumsýndi franski bílaframleiðandinn Peugeot nýjan lúxusbíl með snertiskjá og leðursætum.

Franski bílaframleiðandinn Peugeot frumsýndi nýjan 508 bíl á bílasýningunni í Genf. Þetta er laglegasti bíll og vel búinn nýjustu tækni.

Mikið er lagt í nýja Peugeot 508 og það sést best í innanrýminu þar sem allt er í leðri, bæði sæti og innrétting. Stór 12,3" snertiskjár sem kallar upp allt það nýjasta varðandi bílinn eða afþreyingu sem ökumaður eða farþegar vilja hafa hjá sér en í nýja bílnum er önnur kynslóð i-Cockpit kerfisins frá Peugeot.

Bíllinn er í boði bæði með bensín- og dísilvélum. Kraftmesta útfærslan er með 222 hestafla bensínvél. Bíllinn mun síðan koma í Plug-in Hybrid útfærslu síðar á árinu samkvæmt upplýsingum frá Pegueot.

Skottið á þessum fjögurra dyra stallbaki er alls 487 lítrar sem er meira en margir sambærilegar bílar geta státað af. Franski bílaframleiðandinn ætlar sér stóra hluti með þessum nýja bíl. Jean-Philippe Imparato, forstjóri Peugeot, segir að fyrirtækinu hafi tekist að hanna framúrskarandi bíl sem eigi að keppa við þá bestu í þessum stærðarflokki.

Þá á hann væntanlega við þýsku lúxusbílanna BMW 3-línuna, Mercedes-Benz C-Class og Audi A4 sem og Jaguar XE og Lexus IS 250 sem leiða listann í þessum stærðarflokki stallbaka.

Stikkorð: Genf  • Pegueot  • Jean-Philippe Imparato