*

Sport & peningar 21. janúar 2012

Peningamaskínan Wenger

Arsène Wenger er eini knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem hefur í heildina hagnast af viðskiptum með leikmenn.

Gísli Freyr Valdórsson

Ef Arsène Wenger væri eitthvað annað en knattspyrnuþjálfari en hefði samt sömu möguleika á því að búa til peninga myndi hvaða yfirmaður sem er vilja fá hann í vinnu. Hann er eini knattspyrnustjórinn í ensku úrvalsdeildinni sem hefur í heildina hagnast af viðskiptum með leikmenn.

Arsène Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur þénað vel fyrir félagið með sölu leikmanna samkvæmt nýrri úttekt tímaritsins Forbes.

Frá því að Wenger tók við liðinu árið 1996 hefur félagið hagnast um 311 milljónir sterlingspunda á leikmannaviðskiptum og Wenger er eini knattspyrnustjórinn í bresku úrvalsdeildinni sem kemur út með hagnaði þegar horft er til viðskipta með leikmenn. Þannig hefur Arsenal undir stjórn Wengers hagnast að meðaltali um 20,7 milljónir punda árlega á leikmannakaupum og sölum.

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.

Stikkorð: arsenal  • Arsene Wenger