*

Bílar 17. mars 2020

Peugeot 2008 SUV er nýr frá grunni

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot bíl sem er með nýjustu kynslóð sparneytinna PureTech véla.

Róbert Róbertsson

Nýr Peugeot 2008 SUV verður frumsýndur hjá Brimborg um næstu helgi. Um er að ræða alveg nýjan bíl frá grunni og hefur hann hlotið athygli fyrir framsækið útlit. Bíllinn er vel búinn og verður í boði með nýjustu kynslóð af sparneytnum PureTech vélum með nýrri 8 þrepa sjálfskiptingu og 5 ára ábyrgð. Í maí verður Peugeot 2008 SUV í boði sem 100% hreinn rafbíll.

Eins og aðrir nýir Peugeot bílar kemur nýr 2008 með nýjustu kynslóð af Peugeot 3D i-Cockpit innréttingu sem er fullkominn stafrænn heimur þar sem mælaborð og stjórntæki eru í sjónlínu ökumanns og bæta þannig akstursgæði. Peugeot 2008 SUV er notendavænn og fjölhæfur bíll með háa sætisstöðu svo það er þægilegt að ganga um hann og hann er hár undir lægsta punkt.

Bíllinn er með góða öryggistækni sem aðstoðar ökumanninn við aksturinn. Veglínuskynjun, blindpunktsaðvörun, vegskiltalesari, fjarlægðarstillanlegur hraðastillir, sjálfvirk neyðarhemlun (Active City Break) og ný gerð bakkmyndavélar eru dæmi um einstakan öryggisbúnað í Peugeot 2008 SUV.

Einfalt er að vera með yfirsýn í snjallsímanum með MyPeugeot® appinu. Hægt er að skoða upplýsingar um bílinn þ.á.m. stöðu kílómetramælis, stöðu á þjónustu, lengd ferðar, sjá upphaf- og lokastað ásamt upphafs- og lokatíma og panta tíma á þjónustuverkstæði.

Stikkorð: Peugeot  • rafbíll  • PureTech