
Bíll ársins 2015 á Íslandi er Peugeot 308, samkvæmt niðurstöðum í kjöri Bandalags íslenskra bílablaðamanna, sem kynntar voru í gærkvöld. Peugeot 308 varð stigahæstur allra níu bílanna sem komust í úrslit, með 858 stig og því næst Nissan Qashqai með 830 stig. Í þriðja sæti varð Porsche Macan með 798 stig. Toyota Aygo var efstur í flokki smábíla, Peugeot 308 í flokki bíla af millistærð og Nissan Qashqai í flokki jeppa og jepplinga.
Gestur Benediktsson frá bílaumboðinu Bernhard tók við Stálstýrinu, farandverðlaunagrip sem fylgir sigri Peugeot 308 í kjörinu um bíl ársins. Í fyrra var Skoda Octavia valinn bíll ársins á Íslandi.
Til úrslita í flokki smábíla kepptu Opel Adam, Renault Captur og Toyota Aygo. Í flokki bíla af millistærð Mercedes-Benz C-Class, Peugeot 308 og VW Golf GTD. Í flokki jeppa og jepplinga BMW X5, Nissan Qashqai og Porsche Maca