*

Bílar 11. október 2014

Peugeot 308: Stórgóður sigurvegari

Peugeot 308 var á dögunum valinn Bíll ársins 2015 á Íslandi í kjöri Bandalags íslenskra bílablaðamanna.

Þetta er besti bíllinn frá Peugeot sem ég hef nokkurn tímann ekið þótt franski bílaframleiðandinn hafi vissulega komið fram með skemmtilega bíla í gegnum árin eins og Peugeot 307 sem er reyndar forveri 308 bílsins.

Frönsk hönnun upp á sitt besta Peugeot 308 er fallega hannaður eins og oft er með franska bíla. Hann er rennilegur og sportlegur en einnig nokkuð fágaður. Franski bílaframleiðandinn hefur hér smíðað algerlega nýjan bíl frá fyrri kynslóð hans. Peugeot eyddi miklum fjármunum og tíma í að endurhanna bílinn og það hefur heldur betur skilað sér. Innanrými Peugeot 308 er mjög laglegt með smart og nokkuð áberandi 9,7 tommu aðgerðaskjáinn fyrir miðju mælaborðinu. Sumt er nokkuð óvenjulegt en að skapi töff.

Þar má nefna að hraða- og snúningsmælarnir tveir eru staðsettir fyrir ofan stýrið. Og talandi um stýrið þá er það minnsta stýri sem ég hef séð í fólksbíl en er ótrúlega skemmtilegt að handleika og líkist því helst að maður sé að aka kappakstursbíl.

Stikkorð: Peugeot  • Peug