*

Sport & peningar 18. mars 2014

Phil Jackson til New York Knicks

Einn sigursælasti þjálfari NBA deildarinnar verður framkvæmdastjóri New York Knicks.

Phil Jackson, einn sigursælasti þjálfari NBA deildarinnar, verður í dag kynntur til leiks sem nýr framkvæmdastjóri New York Knicks körfuboltaliðsins. Það er vefur blaðsins New York Times sem greinir frá þessu. 

Jackson var sigursæll þjálfari og vann meðal annars sex NBA-meistaratitla með Chicago Bulls á þeim tíma sem Michael Jordan og Scottie Pippen léku með liðinu. Síðar fór hann til Los Angeles Lakers og vann þar titla þegar Shaq O´Neil og Kobe Bryant léku með liðinu. 

Phil Jackson er 68 ára gamall. Hann lék með New York liðinu allt til ársins 1978.

Stikkorð: New York Knicks