*

Menning & listir 23. október 2013

Píanóæði í Kína

Í dag læra um 40 milljónir barna á píanó í Kína. Það er af sem áður var en í tíð Mao voru píanó eyðilögð.

Talið er að um 40 milljónir barna í Kína séu í píanónámi. Þetta þykir merkilegt í ljósi þess að á tímum Mao þótti píanóið tákn borgarastéttar og var því litið hornauga. Í stjórnartíð hans voru fjölmörg píanó í landinu eyðilögð.

Keng Zhou er skólastjóri alþjóða píanóskólans í Sjanghæ. Hann byrjaði að læra á píanó árið 1973. Á píanóið vantaði lappirnar sem höfðu verið notaðir í eldivið og einnig vantaði toppinn sem hafði verið notaður sem borð. Keng bendir á að í dag séu breyttir tímar í Kína og hálfgert píanóæði hafi gripið um sig í landinu og foreldrar, sem tilheyra millistéttinni, keppast við að senda börn sín í píanónám.

Ástæðan fyrir þessu æði er talin vera meðal annars sú að foreldrar vilja gefa börnum sínum tækifæri til að spila á píanó þar sem þau fengu það ekki sjálf. Á CNN er fróðleg grein um píanóæðið í Kína og fyrir þau sem vilja lesa nánar um málið má smella hér.