
Ég myndi líklega flokkast sem A týpa þar sem í mér hefur búið mikill morgunhani frá barnæsku.
Ég fer yfir dagatalið kvöldið áður en skipulagið sjálft fer fram jafnt og þétt. Ég nota gulu miðana í tölvunni og dagatalið mjög mikið því ef ég set ekki allt inn jafnóðum þá er hætta á að það gleymist.
Nei en það kemur fyrir að ég reyni en ég sofna bara ekki svo auðveldlega aftur eftir að vekjaraklukkan hefur hringt.
Man það ekki.
Já, ég byrja á bolla af eiturgrænu tei, síðan er það sjóðheit sturta áður en ég set morgunútvarpið á inni í þvottahúsi þar sem ég á dömuafdrep og tek mig til í rólegheitum. Stundin er svo kórónuð ef synirnir koma inn og spjalla.
Í alltof mörg ár píndi ég í mig morgunmat þar sem það átti að vera mikilvægasta máltíð dagsins. Ákvað að gefast upp á því og hlusta á líkamann. Borða því engan morgunmat en fæ mér grænt teduft í sjóðandi vatn og glas af lífrænu eplaediki með vatni. Bráðum 97 ára ekkja frænda míns kenndi mér að edikið væri allra meina bót og hún er svo hraust og hress að ég fór að gera þetta líka og hef gert reglulega í bráðum 10 ár.
Hætti að drekka kaffi og drekk nánast bara grænt te. Það er ekki síður hressandi en kaffið.
Lífrænt eplaedik í vatni nema það sé afgangur af poppi frá kvöldinu áður þá dettur höndin stundum ofan í það þegar líður á morguninn.
Æi þetta finnst mér snúin spurning. Svo mikið til að af frábæru fólki. Ætli ég nefni ekki bara Samönthu Power sem var sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Sameinuðu Þjóðunum frá 2013 þar til nýlega. Sá og heyrði hana flytja tölu við innsetningu nýs aðalritara S.Þ. í haust og heillaðist mjög af hennar málflutningi og útgeislun.