*

Tölvur & tækni 27. júlí 2013

Plain Vanilla á ferð og flugi

Þeir hjá Plain Vanilla Games hafa í nógu að snúast en þessa dagana er unnið að QuizUp, spurningaleikjagrunni fyrirtækisins fyrir farsíma og tölvur.

Þorsteinn Baldur Friðriksson, framkvæmdastjóri tölvuleikjafyrirtækisins Plain Vanilla Games, er á ferð og flugi við að kynna fyrirtækið fyrir erlendum fjölmiðlum.

Þorsteinn er um þessar mundir staddur í New York þar sem hann mun ræða við The New York Times,The Wall Street Journal, Tech Crunch og USA Today um þróun QuizUp, en mikill áhugi virðist vera á starfsemi Plain Vanilla Games.

Það verður því spennandi að sjá hvort þessir stóru miðlar geri QuizUp ekki góð skil þegar QuizUp verður opnað fyrir farsímanotendur í haust.

Stikkorð: Plain Vanilla  • Quizup