*

Hitt og þetta 25. nóvember 2004

Plasmasjónvörp lækka mest í verði

Af öllum raftækjum var verðlækkun á plasmasjónvörpum og stafrænum myndavélum í september sú mesta sem um getur á fimm mánaða tímabili í Bandaríkjunum. Samkvæmt könnun, sem unnin var fyrir Reuters, sýnir að verðlækkun á plasmasjónvörpum nam 9.2% og leiddi til þess að slík veggsjónvörp voru í fyrsta sinn í sögunni seld á innan við 2.500 dali. Þetta kemur fram í frétt á heimasíðu Tæknivals.

"Verðlækkun á raftækjum almennt nam 2.7%. Stafrænar myndavélar hafa einnig lækkað umtalsvert í verði frá því í ágúst og þriggja megadíla myndavél selst nú á 207 dali. Reiknað er með að slíkar vélar lækki enn fyrir jólin," segir í fréttinni á heimasíðu Tæknivals.

Sjá www.atv.is