*

Sport & peningar 28. október 2013

Platini vill fjölga liðum á HM um átta

Platini vill ekki fækka evrópskum liðum á HM þótt liðum frá Afríku og Asíu myndi fjölga.

Knattspyrnugoðsögin Michel Platini vill að þátttakendum í HM í knattspyrnu verði fjölgað úr 32 í 40. Þetta eru viðbrögð hans við ummælum Sepp Blatter, forseta Alþjóða knattspyrnusamfélagsins, um að fleiri ríki frá Afríku og Asíu eigi að taka þátt í keppninni og Evrópuríkjum þá að fækka á móti. 

Í stað þess að fækka evrópskum þjóðum ættum við að fara upp í 40 þjóðir, segir Platini í samtali við The Times. Við getum bætt við tveimur afrískum liðum, tveimur asískum, tveimur amerískum og einu frá Evrópu. Ég styð þá hugmynd heilshugar, segir hann. 

Þrettán ríki tóku þátt í fyrstu heimsmeistarakeppninni sem var haldin árið 1930. Fjórum árum síðar voru þau 16. Árið 1982 voru þau 24 og fjölgaði svo í 32 árið 1998.

Þrettán Evrópuríki hafa núna þátttökurétt, en fimm Afríkuríki og fjögur Asíuríki. 

BBC fjallar ítarlega um skoðanir Platinis. 

Stikkorð: Michel Platini