*

Menning & listir 8. febrúar 2013

Plötusafn Joey Ramone boðið upp

Hátt í hundrað vínýlplötur sem voru í eigu rokkarans Joey Ramone verða boðnar upp síðar í mánuðinum.

Plötusafn Joey Ramone, söngvara bandarísku rokk/pönksveitarinnar Ramones, verður boðið upp á uppboðsvefnum RR Auction dagana 14. til 21. febrúar næstkomandi. Í safninu eru 97 vínýlplötur eftir listamenn eins og Led Zeppelin, The Who, Bob Dylan, Iggy Pop og The Doors.

Safnið er sagt í ágætu eða góðu ástandi, með nokkrum krumpum og rifum á plötuumslögum. Lágmarksboð í safnið er 500 dalir. Þá fara undir hamarinn leðurjakki Joey, nokkrir gítarar, bolir og vegabréfið hans.

Safninu fylgir svo bréf frá bróður hans, Mickey, þar sem hann staðfestir að plöturnar voru raunverulega í eigu Joey Ramone.

Stikkorð: Uppboð  • Joey Ramone