*

Bílar 25. mars 2020

Polestar 2 á markað í sumar

Kínverskur keppinautur Tesla rafbílanna, sem er með 402 hestafla rafmóturum, mun fást á 6 til 8 milljónir króna.

Róbert Róbertsson

Kínverski bílaframleiðandinn Geely ætlar að setja nýjan Polestar 2 á markað í sumar. Þetta verða að teljast mjög jákvæðar fréttir frá Kína miðað við ástandið þar í kjölfar Covid 19 veirunnar. Polestar 2 er hreinn rafbíllinn og er ætlað að etja kappi við Tesla 3 sem hefur verið mjög vinsæll eftir að hann kom á markað.

Polestar 2 verður vel búinn með tveimur rafmótorum og 78 kWh rafhlöðu sem mun skila 402 hestöflum. Drægi bílsins á rafmagninu er 500 km samkvæmt upplýsingum. Geely sem einnig á Volvo ætlar að setja nýja bílinn fyrst á markað í Evrópu í sumar en hann mun síðan fara á sölu í Bandaríkjunum og Kína í kjölfarið.

Polestar 2 er smíðaður í verksmiðjum Geely í Luqiao suður af Shanghai en þar er m.a. Volvo XC40 framleiddur fyrir Kinamarkað. Polestar 2 verður aðeins seldur gegnum netið. Verðið á bílnum er frá bilinu tæpar 6 milljónr króna í ódýrustu útfærslu upp í rúmar 8 milljónir í dýrustu útfærslu.

Stikkorð: Volvo  • Geely  • Shanghæ  • Polestar