*

Bílar 6. september 2013

Porsche 911 fimmtugur

Bílabúð Benna, umboðsaðili þýska sportbílsins, heldur upp á afmælið á morgun.

Ferdinand Alexander Porsche gerði fyrstu drögin að Porsche 911 árið 1959 en bíllinn var fyrst kynntur í Frankfurt árið 1963. Hann er því 50 ára í ár.

Bíllinn var mun stærri, kraftmeiri og búinn meiri þægindum en 356, sem hann tók við af, og hefur notið mikilla vinsælda frá fyrsta degi.

Samkvæmt upplýsingum frá Bílabúð Benna, umboðsaðila Porsche á Íslandi, er um 70% allra Porsche 911 sportbíla sem hafa verið framleiddir eru enn á götunum.

Á morgun, laugardag, frá kl. 12:00 til 16:00 mun mun Bílabúð Benna halda upp á afmælið með sérstakri afmælissýningu. 

Hér má sjá nánari umfjöllun um 911 og myndir af bílnum í gegnum tíðina.

Stikkorð: Porsche 911