*

Bílar 3. júlí 2012

Porsche Boxster er 5,1 sekúndu í hundraðið

Nýi sportbíllinn undir merkjum Porsche eyði 15% minna en forverinn. Hann er með sex strokka vél og 315 hestöfl.

Nýr Porsche Boxster var frumsýndur nýverið hjá Bílabúð Benna.

Boxster kemur í tveimur útfærslum og ber sú öflugri stafinn S og er hann þá búinn 3,4 lítra 315 hestafla vél, en sá minni er með 2,7 lítra vél og 265 hestöfl, báðar vélar sex strokka.

Hann er 15% eyðslugrennri en forverinn þrátt fyrir að afl hans hafi aukist.

Minni bíllinn fær 2,7 lítra vél en var með 2,9 lítra vél en sú nýja er samt 10 hestöflum öflugri.

Hér að neðan má sjá prufukeyrslu og gagnrýni á bílinn