
Porsche Macan sem kynntur var í haust hefur fengið frábæra dóma bílablaðamanna, erlendis og hér heima, og talað er um fyrsta alvöru sportjeppann á markaðnum.
Þrátt fyrir að Macan hafi aðeins verið sýnilegur á bílasýningum fram til þessa og fyrstu viðskiptavinirnir fái bílana afhenta nú í apríl og maí, er staðan sú að Porsche annar ekki eftirspurn. Sem dæmi er 8 mánaða bið eftir Macan í heimalandi hans, Þýskalandi, þar sem hann er framleiddur í Leipzig.
Bílabúð Benna, umboðsaðili Porsche á Íslandi, frumsýnir Macan á Sumardaginn fyrsta, 24. apríl, og þar á bæ hafa menn fundið fyrir miklum áhuga en nokkuð er um liðið síðan bíllinn seldist upp.
Nýr bíll af gerðinni Porsche Macan kostar frá 11.950 þúsund krónum.