
Nokkur eintök af Porsche 918 Spyder, nýjasta og umhverfisvænasta sportbíl fyrirtækisins þýska, eru komin á göturnar í prufukeyrslu. Prófunin er síðasta skrefið áður en vélarnar verða settar í gang og bíllinn framleiddur fyrir almennan markað og reiknað með að hann komi á markað í september á næsta ári. Hulunni var svipt af bílnum á bílasýningunni í Genf í Sviss fyrir tveimur árum.
Kröftug tvinnvél og afar sparneytin knýr bílinn áfram. Hún samanstendur af tveimur rafmótorum og V8-brunahreyfli. Hestöflin eru hvorki fleiri né færri en 770. Eyðslan er agnarlítil, 0,3 lítrar á hundraðið, samkvæmt loforði Porsche.
Nýi bíllinn er langt í frá ókeypis. Þeir sem ætla að tryggja sér hann þurfa að punga út 645 þúsund evrum, rétt rúmar 100 milljón krónur.
Eintak af Porsche 918 Spyder sem sýndur var á bílasýningunni í Genf
Þeir sem vilja tryggja sér eintak af nýja Porsche-bílnum þurfa að punga út rúmum 100 milljónum króna. Á móti eyðir bíllinn litlu.
Eins og sjá má er ekki mikið pláss fyrir farþega í Porsche 918 Spyder