*

Menning & listir 6. janúar 2014

Portishead og Interpol spila á ATP Iceland

Erlendar stórstjörnur spila á Ásbrú í sumar. Tónlistarhátíðin verður í þrjá daga í stað tveggja í fyrra.

Breska hljómsveitin Portishead og sú bandaríska Interpol hafa boðað komu sína á tónlistarhátíðina ATP Iceland á Ásbrú í Keflavík í sumar. Fyrsta tónlistarhátíðin undir þessu nafni var haldin þar í fyrrasumar og verður sú næsta haldin dagana 10. til 12. júlí næstkomandi. 

Tómas Yong, framkvæmdastjóri ATP Iceland, segir í samtali við Fréttablaðið í dag, að hátíðin muni standa yfir í þrjá daga á þessu ári en ekki tvo eins og í fyrra. Hún sé því töluvert stærri í sniðum í ár. 

Í Fréttablaðinu segir að um 25 hljómsveitir muni koma fram á hátíðinni í ár.

Stikkorð: ATP Iceland