*

Tíska og hönnun 21. janúar 2014

Þakíbúð í Portofino

Í aldagamla fiskiþorpinu Portofino á Ítalíu er dásamleg þakíbúð til sölu fyrir rúmlega 660 milljónir króna.

Í Portofino á ítölsku rivíerunni er gullfalleg þakíbúð til sölu. Íbúðin snýr út að hinu sögufræga torgi í bænum og úr henni er einnig útsýni yfir Tigullioflóann.

Íbúðin er á tveimur hæðum. Í henni er bókasafn, setustofa með útsýni yfir flóann, sjónvarpsherbergi, gestabaðherbergi, borðstofa, þrjú svefnherbergi, þrjú baðherbergi og stór verönd með útsýni í allar áttir.

Eignin þykir einstaklega fögur og smekkleg. Hún kostar 4,2 milljónir evra eða rúmlega 660 milljónir króna. Sotheby´s International Real Estate fjallar um eignina á vefsíðu sinni.