*

Menning & listir 7. október 2016

Prakkarinn í forsetastólnum

Forsetar Bandaríkjanna hafa sumir misbeitt valdi sínu og það á sérstaklega smásmugulegan hátt.

Vald getur stigið fólki til höfuðs og er því ekki að undra að þeir sem gegnt hafa embætti Bandaríkjaforseta hafa á stundum misbeitt valdi sínu.

Prakkarinn Calvin Coolidge var þekktur sem „Þögli Cal“ og kemur því á óvart að hann skemmti sér við að hrekkja öryggislögreglumennina sem höfðu það hlutverk að gæta hans og fjölskyldu hans.

Á garðpalli Hvíta hússins hafði verið komið fyrir bjöllu sem hægt var að hringja ef hætta steðjaði að. Ef þú ert sérsveitarmaður á þriðja áratugnum og heyrir forsetann hringja eftir hjálp þá hleypur þú eins og fætur toga á staðinn.

Oftast var ekki annað að finna í Hvíta húsi Coolidge en forsetann sjálfan, standandi á bak við tré að flissa að sérsveitarmönnunum.

Hann átti það einnig til að hringja eftir hjálp á skrifstofu sína, fela sig undir skrifborðinu og skemmta sér yfir því að heyra öryggissveitina leita að honum.

Stikkorð: Bandaríkin  • Bandaríkin  • Calvin Coolidge  • forsetar