*

Hitt og þetta 5. júlí 2013

Praktískur kollur

Joe Levy, nemi í iðnhönnun hefur betrumbætt kollinn á mjög sniðugan hátt.

Þegar maður hélt að litli kollurinn, sem maður getur setið á eða notað sem tölvuborð eða fótskemil, gæti ekki orðið praktískari þá ákvað Joe Levy, nemi í iðnhönnun frá Nýja Sjálandi, að bæta við einu atriði: Innstungu.

Hann kallar hönnun sína SpoolStool, en undir setunni eru innstungur svo því er leikur einn að hlaða tölvuna eða önnur rafmagnstæki. Þetta kemur sér gríðarlega vel þegar kollurinn er notaður sem lítið skrifborð við hliðina á sófa. Utan um setuna er síðan hægt að vefja snúrunni svo allt líti nú snyrtilega út og enginn hrasi og slasi sig. 

Það besta við kollinn er að það er hægt að skrúfa lappirnar af og þá koma fleiri innstungur í ljós. Sjá nánar á Gizmodo.com

 

 

 

Stikkorð: Hönnun  • Praktískt