*

Sport & peningar 22. júní 2013

Premier League vill stöðva síðu sem streymir leikjum

Forsvarsmenn ensku úrvalsdeilarinnar vilja að lokað verði á aðgang að streymissíðunni FirstRow1.eu.

Enska úrvalsdeildin, Premier League, mun fara fram á að dómstólar fallist á að netþjónustufyrirtæki loki fyrir aðgang viðskiptavina að streymissíðunni FirstRow1.eu sem er hýst í Svíþjóð. Samkvæmt frétt BBC um málið þá ætla netþjónustufyrirtæki i Bretlandi ekki að andmæla kröfunni.

Ef krafan nær fram að ganga þá verður þetta fyrst streymissíðan sem streymir íþróttaefni sem verður lokað á (e. blocked). Fordæmi er fyrir kröfunni en lokað hefur verið á Pirate Bay og aðrar deilisíður eftir að dómstólar hafa samþykkt kröfur fyrirtækja í tónlistariðnaðinum í Bretlandi.

25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is