*

Sport & peningar 22. júní 2013

Premier League vill stöðva síðu sem streymir leikjum

Forsvarsmenn ensku úrvalsdeilarinnar vilja að lokað verði á aðgang að streymissíðunni FirstRow1.eu.

Enska úrvalsdeildin, Premier League, mun fara fram á að dómstólar fallist á að netþjónustufyrirtæki loki fyrir aðgang viðskiptavina að streymissíðunni FirstRow1.eu sem er hýst í Svíþjóð. Samkvæmt frétt BBC um málið þá ætla netþjónustufyrirtæki i Bretlandi ekki að andmæla kröfunni.

Ef krafan nær fram að ganga þá verður þetta fyrst streymissíðan sem streymir íþróttaefni sem verður lokað á (e. blocked). Fordæmi er fyrir kröfunni en lokað hefur verið á Pirate Bay og aðrar deilisíður eftir að dómstólar hafa samþykkt kröfur fyrirtækja í tónlistariðnaðinum í Bretlandi.