*

Bílar 11. september 2020

Proace City bætist við hjá Toyota

Toyota kynnir nýjan smærri sendibíl í Proace linunni í höfuðstöðvunum í Kauptúni á morgun laugardag.

Toyota Proace bílarnir eru til í ýmsum stærðum, og eru bílarnir sérbúnir bæði til vöru- og fólksflutninga, en á morgun laugardag gefst gott tækifæri til að sjá alla Proace-línuna hjá Toyota Kauptúni m.a. hinn nýja Proace City.

Proace línan hefur til þessa verið í boði sem stærri sendibíll eða allt að 9 sæta fólksflutningabíll. Nú bætist Proace City, sem er minni útgáfa af Proace við línuna bæði sem sendibíll og fólksbíll.

Proace City sendibíll fæst í tveimur lengdum og rúma báðar gerðirnar tvö Euro-bretti. Farangursrými styttri gerðarinnar er allt að 3,7 m3 og allt að 4,3 m3  í lengri gerðinni. Burðargetan er eitt tonn og dráttargetan 1,5 tonn. Proace City sendibílinn má síðan útfæra á ýmsa vegu til að þjóna fjölbreyttum verkefnum sem best.

Proace City fólksbíllinn fæst með 5 eða 7 sætum og þrjár ISOFIX-festingar eru í annarri sætaröðinni sem kemur sér vel fyrir barnafjölskyldur. Farþegasætin, bæði aftur í og fram í má fella niður til að auka við farangursrýmið. Sjö ára ábyrgð er á Proace eins og öðrum bílum frá Toyota og honum fylgir tveggja ára þjónustupakki. Proace línar verður öll til sýnis hjá Toyota Kauptúni á morgun kl. 12-16.

Stikkorð: Kauptún  • Toyota Proace  • Proace City