*

Tölvur & tækni 25. nóvember 2013

PS4 frá Sony lendir á Íslandi í lok janúar

Nýjasta leikjatölvan frá Sony verður fáanleg hér á landi tveimur mánuðum eftir að neytendur í Evrópu geta keypt hana.

Nýjasta leikatölvan frá Sony, PlayStation 4, verður fáanleg hér á landi 29. desember á næsta ári. Leikjatölvan var kynnt til sögunnar í febrúar á þessu ári. Hún kom á markað í Bandaríkjunum 15. nóvember síðastliðinn og hefst sala á henni á meginlandi Evrópu og í Ástralíu í lok mánaðar. 

Fram kemur í tilkynningu frá Senu um sölu á tölvunni hér að á sama tíma, þ.e. 29. janúar á næsta ári, komi út pakki sem hefur að geyma leikjavélina og leikinn Killzone Shadow Fall.

Í tilkynningunni er haft eftir Steve Foster, sölu og markaðsstjóra Sony Computer Entertainment Europe Ltd (SCEE) að með sölu á tölvunni hér sé komið til móts við þær miklu væntingar sem tölvuleikjaspilarar hafa. Margir þeirra hafi beðið þolinmóðir eftir staðfestingu á þessum útgáfudegi.  

Fjöldi mismunandi aukahluta koma út fyrir PS4, en þar á meðal eru Wireless Controller (DUALSHOCK®4), DUAKSHOCK®4 Charging Station og Vertical Stand. DUALSHOCK®4 er algjörlega ný upplifun fyrir leikmenn og inniheldur helling af nýjungum og uppfærslum. Hreyfiskynjarar eru nú mun betri, pinninn er með innbyggða hátalara og ljós.  DUALSHOCK 4  verður fáanleg í þremur litum, svartir, rauðir og bláir. 

Stikkorð: Playstation 4  • PS4