*

Tölvur & tækni 18. apríl 2014

PS4 mest selda leikjatölvan í Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn hafa keypt tölvuleikjatengdan varning fyrir rúman milljarð Bandaríkjadollara.

Playstation 4 er söluhæsta leikjatölvan í Bandaríkjunum um þessar mundir, þrátt fyrir að aðeins er hægt að spila söluhæsta tölvuleikinn, Titanfall, á Xbox One leikjatölvuna og PC. Þetta kemur fram í nýrri könnun markaðskönnunarfyrirtækisins NPD Group fyrir tölvuleikjaiðnaðinn sem Venture Beat greindi frá í gær. Þar kemur einnig fram að bandarískir neytendur hafi keypt tölvuleiki, leikjatölvur og tengdan varning fyrir rúman milljarð bandaríkjadollara í marsmánuði.

Xbox er þó ekki langt á eftir Playstation fyrir þennan mánuð en könnun NPD greindi frá því að Microsoft, sem er framleiðandi Xbox leikjatölvunnar, hafi selt 311.000 Xbox leikjatölvur í mars á meðan bandaríkjamenn keyptu á sama tíma í kringum 370.000 Playstation 4 leikjatölvur.

Tölvuleikurinn Titanfall var söluhæsti leikurinn í marsmánuði en hann er aðeins fáanlegur á Xbox One leikjatölvuna og PC. Þar á eftir er tölvuleikurinn InFAMOUS: Second Son sem er aðeins hægt að spila á Playstation 4.

Stikkorð: PlayStation 4  • Xbox One