*

Tölvur & tækni 12. ágúst 2014

PS4 selst eins og heitar lummur

10 milljónir eintaka af PlayStation 4 hafa verið seld til neytenda.

Sony tilkynntu á leikjaráðstefnunni Gamescom í dag að leikjatölvan PlayStation 4 hafi selst í yfir 10 milljónir eintaka um allan heim. Tekið er fram að þetta eru eintökin sem hafa selst til neytenda, ekki einungis til verslana. Þetta kemur fram í frétt á vef Leikjafrétta.

Í apríl tilkynnti fyrirtækið að yfir 7 milljónir eintaka af tölvunni hafi selst, en Microsoft tilkynnt að 5 milljónir eintaka af Xbox One hafi verið seld til verslana það sem af er ári.

Stikkorð: Playstation  • PlayStation 4  • Xbox One