*

Heilsa 13. apríl 2013

Pureebba app á leiðinni með uppskriftum Ebbu Guðnýjar

Ebba Guðný Guðmundsdóttir, rithöfundur og heilsukokkur, borðar góðan mat alla daga. Og nú er app á leiðinni sem margir eiga eflaust eftir að nota.

Lára Björg Björnsdóttir

Pureebba app-ið er á ensku og skiptist í nokkra kafla. Uppskriftir fyrir sex, sjö, átta mánaða og svo framvegis. Einnig verða uppskriftir að heilsusamlegum kökum og öðru sem hægt er að nota í barnaafmælin eða bara svona á mánudögum ef fólk er eins og ég, langar í eitthvað smá sætt alla daga. Að lokum verða einnig einfaldar, hollar uppskriftir að hádegis- eða kvöldmat fyrir alla fjölskylduna að borða saman, allar barnvænar,” segir Ebba Guðný Guðmundsdóttir heilsukokkur og rithöfundur.

Ebba Guðný hefur mikla ánægju af því að miðla reynslu sinni og hefur haldið fyrirlestra og námskeið fyrir foreldra um matarræði barna um allt land síðan 2006. Hún segir áhuga fólks mikinn enda vilji allir það besta fyrir börnin sín: „Ég hugsa að ég sé búin að halda fræðslufyrirlestra um næringu og heilsu barna í flestum foreldrafélögum á stór Reykjavíkursvæðinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.