*

Bílar 28. febrúar 2013

Pútin sagður ósáttur við nýja embættisbifreið

Forseti Rússlands hefur verið á þýskum glæsibifreiðum síðustu árin.

Rússneskir þjóðhöfðingar og embættismenn hafa um árabil notast við erlendar viðhafnabifreiðar, eða allt frá því að framleiðslu rússnesku Zil drossíanna var hætt. Síðustu árin hefur forsetinn og forsætisráðherrann ekið um á þýskum Mercedes Benz S.

Dimitry Mededev fyrrverandi forseti gerði samning við Zil bílaframleiðandann um þróun á nýjum eðalvagni, eins og Viðskiptablaðið greindi frá. Samkvæmt frétt Moscov Times er Vladimir Pútin óánægður með afurð fyrirtæksins. Að sögn blaðsins er forsetinn óánægður með útlit nýja bílsins sem kallast 4112P.

Bílaverksmiðjan gaf frá sér yfirlýsingu í kjölfar fréttar blaðsins og sagði 4112P alls ekki vera ætlaðan forsetanum.

Ólíklegt er þó annað að forsetabíllinn sé líkur Zil 4112P sem fjallað er um í myndbandinu að neðan.