*

Hitt og þetta 27. júlí 2006

Púttvöllur opnaður í Garðabæ

Púttvöllur fyrir eldri borgara hefur verið opnaður við Kirkjulund í Garðabæ. Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt teiknaði völlinn og starfsmenn Þjónustumiðstöðvar Garðabæjar sáu um framkvæmd verksins að öllu leyti.

Gerður hefur verið samningur við Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar um viðhald á vellinum.