*

Bílar 2. september 2012

Quasqai vinsælasti jepplingurinn

Bílaleigur hafa keypt mikið af bílum af gerðinni Nissan Quasqai á árinu.

Nissan Qashqai er vinsælasti jepplingur landsins það sem af er árinu samkvæmt samantekt Umferðarstofu. Í byrjun ágúst höfðu selst 185 Nissan Qashqai jepplingar en sá sem næstur kemst í þessum flokki bíla er Ford Kuga með 93 bíla selda.

Mikið hefur verið selt af bílum í þessum flokki til bílaleiga en Nissan Qashqai er einnig mest seldi jepplingurinn til einstaklinga. Það sem af er árinu hefur Nissan selt 366.000 í Evrópu eða 18.000 fleiri bíla en á sama tíma árið 2011. Salan hjá Nissan er því upp um 5% á árinu.

Stikkorð: Nissan Quasqai