*

Bílar 10. desember 2014

Quattraporte á götum Reykjavíkur

Einn Maserati var nýskráður á Íslandi í lok september en Silvio Berlusconi notaðist við slíka bifreið í forsætisráðherratíð sinni.

Ítölsku lúxus- og sportbílarnir Maserati eru sjaldséðir á Íslandi. Einn slíkur var nýskráður í lok september. Hann er af gerðinni Quattroporte en eftir því sem Viðskiptablaðið kemst næst hefur slíkur bíll aldrei sést á götum Reykjavíkur. Í það minnsta ekki síðan „elstu menn“ muna.

Bíllinn er sjöttu kynslóð þessara fallegu bíla. Hann er búinn 275 hestafla V6 dísilvél. Bíll sömu gerðar var meðal annars ráðherrabíll Silvio Berlusconi í forsætisráðherratíð hans. Reyndar var sá með bensínvél, talsvert stærri.

Leiðrétting:

Í fyrri útgáfu þessarar fréttar var greint frá orðrómi þess efnis að umrædd bifreið hefði verið tekin meira og minna í sundur vegna gruns tollayfirvalda um að ólöglegur varningur væri falinn í honum. Í ljós hefur komið að það átti við um aðra bifreið. Beðist er velvirðingar á þeim mistökum.

Stikkorð: Maserati